top of page

Auður Guðmundsdóttir hefur verið ráðin húsvörður frá og með 1. júní  2022. Hún er boðin velkomin til starfa.

 

 

Auður er ráðin í vinnu sem húsvörður alla virka daga frá kl. 08:00 - 12:00 (hádegis).

 

Hlutverk húsvarðar

Hlutverk Auðar er í stuttu máli að annast og sjá um allt sem viðkemur daglegum rekstri sameignarinnar og eru þar með talinn öll sameiginleg lagnakerfi hússins.

 

Ef óskað er eftir aðstoð húsvarðar þá er best að hringja í síma hans. Athugið þó að símatími er fyrir hádegi alla virka daga. Hússjóður þarf að greiða sérstaklega fyrir símtöl sem húsvörður svarar utan vinnutíma.

 

Þjónusta húsvarðar innan séreignar

Nokkurs misskilnings hefur gætt varðandi þjónustu húsvarðar. Innan séreigna (íbúða) þjónustar húsvörður eingöngu búnað sem tilheyrir sameiginlegum kerfum hússins – ljós, peruskipti, heimilistæki eða önnur þjónusta í séreign íbúðareiganda er ekki þjónustaður af húsverði.

Húsvörður er þó ævinlega tilbúinn að ráðleggja íbúum í vanda.

 

Neyðartilfelli

Ef upp koma neyðartilfelli utan vinnutíma húsvarðar má hringja í húsvörð og mun hann svara ef hann er viðlátinn. Einnig er hægt að hafa samband við hússtjórnina.

Ef  neyðartilfellið snýr að brunakerfinu er rétt að hafa samband við vaktstöð Securitas í síma 533 5533 eða neyðarnúmerið 112.

 

 

  

Hægt er að koma boðum til húsvarðar með því að fylla út formið hér til hliðar.... húsvörður mun svo hafa sambandi.

Your details were sent successfully!

© 2023 by The HANDYMAN Ltd. Proudly created with Wix.com.

bottom of page