top of page

Húsreglum má skipta upp í tvo hluta þ.e. Húsreglur sem aðalfundur samþykkti við stofnun húsfélagsins og hins vegar "Lög um fjöleignahús" sem samþykkt voru á Alþingi.

Hér á eftir er hægt að nálgast þessar tvær reglur sem íbúum ber að virða. 

Húsreglur

Lög um fjöleignahús

Lög um fjöleignahús má nálgast með því að smella HÉR 

 

Húsreglur fyrir Strikið 2 - 12

 1.gr.

Almennt

Reglur þessar gilda um Strikið 2 - 12 í Garðabæ auk bílageymslu og hafa að geyma fyrirmæli um afnot og hagnýtingu sameignar þeirra og umgengni og um skyldur eigenda og íbúa gagnvart hver öðrum.

Íbúum ber að taka eðlilegt tillit til annarra íbúa í sinni séreign og sameign allra. Fara ber í hvívetna eftir húsfélagslögum og löglega samþykktum húsreglum í því efni.

Íbúum er skylt að ganga vel og þrifalega um sameiginlegt húsrými, lóð og sameiginlegan búnað hússins og gæta þess sérstaklega í umgengni sinni að valda ekki öðrum í húsinu óþægindum eða ónæði.

Ekki má setja neitt á svalahandrið sem spillir útliti húsanna. Þá má ekkert festa á klæðningu utandyra eða þök húsanna án samþykkis húsfélagsins.

Frá kl. 23:00 til kl. 7:00 má ekkert það aðhafast hvorki í íbúðum, í sameign eða á lóð hússins, sem raskað getur heimilisfriði og svefnró annarra íbúa hússins. Á öðrum tímum sólarhringsins skal þess einnig gætt að valda ekki ónæði og truflunum að nauðsynjalausu.

Ef samkvæmi eru haldin geta íbúar sameinast um að veita undanþágu frá fyrirmælum 5. mgr. en jafnan skal þess gætt að truflun og hávaði verði sem minnstur.

Ef íbúar hyggjast verða fjarverandi úr íbúðum sínum lengur en sem nemur 2 sólarhringum skal tilkynna það húsverði.  Ráðstafi þeir íbúð til annarra á meðan skal gefa húsverði upp nöfn þeirra.

  •  2.gr.

Utanaðkomandi umferð

Útidyr skulu jafnan læstar sem og allar hurðir að sameiginlegum rýmum.

Lausasala er óheimil í húsinu.

Óheimilt er að hengja upp auglýsingar eða tilkynningar í andyri stigahúsa nema með leyfi húsvarðar.

Óheimilt er að hleypa inn í húsið fólki sem ekki getur gert skýra grein fyrir ferðum sínum.

Atvinnustarfssemi í húsinu sem hefur í för með sér óeðlegan hávaða eða mikla umferð utanaðkomandi fólks er óheimil.

  •  3.gr.

Sameign

Ekki er heimilt að nota sameiginlegt húsrými eða lóð til annars en það er ætlað. Þannig er íbúum óheimilt að geyma hvers kyns muni á sínum vegum, t.d. fótabúnað, yfirhafnir o.s.frv. í sameiginlegu húsrými, svo sem anddyri, göngum, stigapöllum og sorpgeymslu.  Þá er óheimilt að hafa nokku það á gólfum sameignar sem torveldar getur þrif. Á lóð hússins má ekki geyma neitt það sem veldur þrengslum, óþrifum eða óprýði.

Fyrir útidyrum og á gangstéttum má ekki skilja eftir vélknúin ökutæki, reiðhjól eða annað sem valdið getur mengun eða truflun á eðlilegri umferð við húsið. Allt lauslegt sem valdið getur skaða á eignum eða meiðslum á íbúum skal jafnharðan fjarlægt af lóðinni.

Íbúar skulu gæta þess að börn séu ekki að leik í sameign eða bílahúsi. Forðast skal alla háreysti í stigarými, lyftu, geymslu eða öðru sameiginlegu rými.

Bannað er að geyma sprengiefni í húsinu, hvort sem er í séreign, geymslum eða sameign. Heimilt er að nota gasgrill á svölum og sólpöllum, enda sé fullrar varúðar gætt og farið eftir notkunarreglum.

  •  4.gr.

Bílageymsla og bílastæði utanhúss

Bílastæði bílageymslu eru eingöngu ætluð fyrr eigendur þess og óleyfilegt er fyrir aðra að leggja í ómerkt svæði. Gróf brot eða ítrekuð geta valdið því að viðkomandi bifreið verði fjarlægð.

Eigendur hafa til afnota sameiginleg bílastæði utanhúss til að leggja þar einkabíl sínum að staðaldri og fyrir gesti sína í skemmri tíma. Fleiri en tvo bíla má eigandi ekki hafa þar að staðaldri og alls ekki óskráðan bil og stærri atvinnubíla, tæki, báta, kerrur o.þ.h.

Á sameiginlegum bílastæðum og lóð hússins eða við húsið má ekki geyma neitt það, sem veldur þrengslum, óþrifnaði og óprýði.

Á bílastæðum utanhúss má ekki geyma ógangfæra eða númerslausa bíla, óskráðar kerrur eða hliðstæða hluti.

Bílastæði merkt fötluðum skal ætíð virða og þarf sá sem notar það að hafa til þess gert merki í bílrúðu sinni.

Um bílageymslu gilda annars“Reglur bílskýla Strikinu 2 – 12,” samþykktar af húsfundi.

 

  •  5.gr.

Geymslur í sameign

Í geymslum íbúða ber að gæta fyllsta hreinlætis og varast að geyma mikið magn eldfimra efna sem geta eitrað loft eða valdið óþrifum eða lykt. Geymslur skulu ávallt vera læstar.

 

  •  6.gr.

Reykingar og vímuefni

Reykingar og neysla vímuefna eru bannaðar í sameign og lyftu. Svo á einnig við um bílageymslu.

  •  7.gr.

Dýrahald

Hunda-  og katthald er bannað, sem og annarra gæludýra sem valdið geta ofnæmi.  Hússtjórn getur veitt undanþágu frá þessu ef fyrir liggur skriflegt samþykki allra eigenda íbúða í viðkomandi stigahúsi og þá með því skilyrði að vegna dýranna skapist hvorki ónæði eða óþrifnaður.  Einnig þarf að liggja fyrir að fylgt sé reglum um skráningu.

 

  •  8.gr.

Viðgerðir og viðhald

Ákvarðanir um viðgerðir og viðhald sameignar skal taka á löglega boðuðum húsfundum eða af hússtjórn eftir því sem umboð hennar nær.

Einstökum íbúum er óheimilt að kalla til viðgerðar- eða hreinsunarmenn á kostnað húsfélagsins eða á annann hátt skuldbinda félagið án samþykkkist stjórnar, nema í neyðartilvikum. Íbúar verða að tilkynna húsverði um bilanir sem kunna að verða á sameign og þar að lútandi séreign.

  •  9.gr.

Brot á húsreglum

Geri íbúar sig seka um gróf eða ítrekuð brot á umgengnisreglum eða öðrum skyldum gagnvart húsfélaginu eða íbúum hússins og lætur ekki skipast við skriflegar viðvaranir, getur húsfélagið á löglega boðuðum félagsfundi krafist þess að brothafi flytji úr viðkomandi íbúð. Sjá nánar í lögum um fjöleignahús nr 26/1994. 

 

  •  10.gr.

Kynning húsreglnanna

Íbúum ber að kynna sér og sínu heimilisfólki vel þessar húsreglur. Hverjum íbúa er skylt að hafa ávallt handbært eintak af húsreglunum í íbúð sinni og kynna þær leigjendum sínum ef svo ber undir. Vanþekking á reglunum afsakar ekki brot á þeim.

 

  •  11.gr.

Ágreiningsmál

Rísi ágreiningur um umgengni, hávaða, túlkum húsreglna eða önnur atriði er varða sambýlishætti í húsinu, skulu kvartanir bornar fram við aðila í hússtjórn og skal hún leitast við að leysa öll slík mál í samvinnu við viðkomandi aðila.

 

  •  12.gr.

Lagagrundvöllur

Reglur þessar eru settar á grundvelli laga um fjöleignahús nr. 26/1994 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

 

Reglur þessar voru upphaflega samþykktar á fundi húsfélagsins þann 7. október 2008

en 4. mgr. í 1. gr. var breytt á aðalfundi 17. mars 2010.

© 2023 by The HANDYMAN Ltd. Proudly created with Wix.com.

bottom of page